Um Gleðistjörnuna

Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023.

Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi.

Stjórn Gleðistjörnunnar

Formaður: Áslaug Ósk Hinriksdóttir - aslaug@gledistjarnan.is
Gjaldkeri: Oddný Erla Óskarsdóttir - oddny@gledistjarnan.is
Meðstjórnandi: Óskar Örn Guðbrandsson - oskar@gledistjarnan.is
Varamaður: Þuríður Óskarsdóttir
Varamaður: Hinrik Ingi Árnason

Skoðunarmaður reikninga: Skarphéðinn Ómarsson
Skoðunarmaður reikninga: Linda Arilíusdóttir

Merki Gleðistjörnunnar

Þuríður Arna var, er og verður alltaf, stjarnan okkar allra

Merki félagsins myndar því stjörnu úr 5 hjartalaga einingum sem tákna auðvitað systkinin öll saman

Uppáhalds litir Þuríðar gefa merkinu mikla gleði sem er einmitt tilgangurinn með félaginu

Þuríður sjálf vakir yfir félaginu og verndar

Merki Gleðistjörnunnar var hannað af Elsu Nielsen