Verkefni Gleðistjörnunnar

Viðburðir

Gleðistjarnan hyggst bjóða öðrum góðgerðarfélögum, sem styðja við langveik börn, aðstoð við viðburðahald, s.s. bingó, tónleika eða hvað annað sem félög hyggjast gera fyrir félagsmenn sína.

Gleðistjarnan mun einnig standa fyrir viðburðum fyrir aðra hópa. Í þeim tilfellum eru viðburðir hugsaðir til að afla fjár fyrir starfsemi Gleðistjörnunnar.

Gleðigjafir

Gleðistjarnan veit hversu mikilvægt það er langveikum börnum og systkinum þeirra að hafa eitthvað til að hlakka til, eitthvað sem brýtur upp tilveruna í þeim erfiðu aðstæðum sem fjölskyldur langveikra barna eru oft í.

Gleðistjarnan hyggst því, í samstarfi við lækna og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins, gefa systkinum langveikra barna gleðigjafir. Meira verður sagt frá gleðigjöfunum síðar.