Gamla færslan - Þakklát fyrir svo margt

Færsla frá 25. maí 2011

Maístjarnan mín er búin að tala mikið um það síðustu daga hvað henni langar mikið að fara í fimleikana sína aftur þar sem hún hefur ekkert geta stundað þá eftir áramót vegna sinna veikinda. Á æfingum sínum hefur hún verið með aðstoðarmanneskju með sér þar sem hún kanski meikar ekki allt á æfingunum, er með styttri þolinmæði en hinar stelpurnar og svo er úthaldið kanski ekki það besta á svæðinu og þá er gott að geta farið aðeins útur hópnum og hvílt sig. Frábærir þjálfarar sem hún hefur verið með sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir hana svona án gríns þá hef ég ekki kynnst öðrum eins stelpum, þetta eru ungar stelpur og gefa ofsalega mikið af sér. Komu í heimsókn til Maístjörnu minnar í kringum jólin þegar hún var mjög slöpp, með gjafir handa henni frá þeim, kveðjur skrifaðar á blað frá stelpunum í hópnum og mynd af þeim öllum saman með flottri jólakveðju. Þetta gladdi mína Maístjörnu endalaust mikið, að sjá hvað allar stelpurnar í hópnum og þjálfararnir hugsuðu fallega til hennar þó svo það hefði verið nóg fyrir hana að fá eitt knús.

Þessi sami hópur hefur verið að æfa í allan vetur og núna ætla þær að hittast svona í lok annar og fara saman útað borða og minni hetju boðið með, þið getið ekki ímyndað ykkur gleðina sem skein af henni þegar ég tilkynnti henni það í vikunni að hún fengi að hitta fimleika-stelpurnar á laugardaginn. Þó svo hún hafi ekkert getað verið með í vetur þá er hún sko ekki gleymd og fær að vera með í "partýinu". Þegar ég sagði henni frá hittingnum þá fór hún að sjálfsögðu að tala aftur um fimleikaæfingar sínar sem henni langar svo að komast á, fara keppa einsog blómarósin mín sem er mjög skiljanlegt þar sem hún lítur mikið upp til hennar.

Ég get alveg viðurkennt það þá treysti ég ekki hverjum sem er að hugsa um Maístjörnuna mína þess vegna spurði ég annan þjálfarann hvort hún yrði með á fimleika-sumarnámskeiðinu í sumar þar sem hún þarf alveg manneskju á sig (og þjálfarinn þekkir orðin ágætlega inná hana) því það er hennar draumur að komast á eitt stk námskeið og jú keppa en það er víst ekki í boði. Nei var svarið hjá þjálfaranum ENN hún ætlaði samt að kanna það hjá okkar frábæra fimleikafélagi ÁRMANNI hvort hún mætti sjá um hana á einu námskeiðinu og viti menn það var sko ekkert mál svo Maístjarnan mín fær sinn draum uppfylltan með frábæra aðstoðarmanneskju með sér. Ég er mjög þakklát fimleikafélaginu ÁRMANNI sem gerir þetta fyrir hana því auðvidað er þetta ekkert sjálfsagt og auðvidað hennar þjálfara að vilja taka þetta verkefni að sér þó svo það hefði ekkert verið á dagsskránni hjá henni. TAKK TAKK TAKK!!

Maístjarnan mín á sér marga drauma og þetta var einn af þeim sem mun rætast og ég er ofsalega glöð fyrir hennar hönd. Nei hún getur ekki gert sömu hluti (langt í frá) og stelpurnar sem eru að æfa með henni (vegna sinna veikinda) sem eru allar heilbrigðar en hún lætur það sko ekki stoppa sig, GETA ÆTLA SKAL!! ...og þeim dettur heldur ekki í hug að gera grín af henni eða hlæja ef hún getur ekki einföldustu hluti þær aðstoða hana frekar ef eitthvað er.

Svo loksins getur Maístjarnan mín farið að nota fína og flotta fimleikabolinn sinn sem hún fékk í jólagjöf frá jólasveininum í Hafnarfirði síðustu jól sem er reyndar kominn ofan í tösku og bíður eftir notkun. Þegar ég sagði henni það í gær að hún kæmist á fimleikanámskeið í sumar var hún ekki lengi að finna tösku og fína fimleikabolinn sinn. Yndislegust!! Svo sáum við líka í gær þegar við vorum að ná í Blómarósina okkar að það er verið að selja flottar fimleikavörur í félaginu þeirra systra svo ég spurði hana hvort hún vildi kaupa sér eittthvað fallegt fyrir afmælispeningana sína og hún var ekki lengi að svara því JÁTANDI.Heart Á morgun ætlum við að velja eitthvað sætt handa henni.

Já ég er ofsalega þakklát fyrir öllu þessa flotta fólki sem hefur raðast í kringum okkur þá sérstaklega Maístjörnuna mína, við erum heppin! Ég vil líka þakka "leynda aðdáandanum" (einsog stóð á pakkanum) í útlandinu sem sendi þetta flotta föndur handa henni, hún var ekki lengi að byrja föndra hálsmen á dúkkuna sína Ósk. Utan á pakkanum stóð "Maístjarna Óskarsdóttir"Grin. KÆRAR ÞAKKIR!!

Previous
Previous

Gleðistjarnan fta. hefur fengið kennitölu

Next
Next

Brot úr gömlum bloggfærslum og fréttir úr starfinu