Gleðistjarnan fta. hefur fengið kennitölu
Það gleður okkur mikið að segja frá því að Gleðistjarnan fta. hefur nú verið samþykkt af fyrirtækjaskrá skattsins og er komið með kennitölu. Við eigum okkur háleit markmið um það hvað Gleðistjarnan getur gert og hlökkum mikið til að segja ykkur meira frá því á næstu dögum og vikum.
Eins og segir betur frá annars staðar hér á síðunni þá er markmið félagsins að halda uppi minningu Þuríðar Örnu. Við erum sannfærð um að við getum nýtt það sem Þuríður kenndi okkur um lífið til að hjálpa öðrum sem eru í sömu, eða svipaðri, stöðu og við höfum verið í.