Gleðistjörnuskot á leik Fylkis og Vals

Gleðistjörnuskot er leikur sem Gleðistjarnan stendur fyrir á völdum leikjum í efstu deild í knattspyrnu. Í Gleðistjörnuskotinu eru þrír þátttakendur sem keppast um að skjóta bolta frá vítateig að miðjupunkti og sá/sú sem er næst miðjupunktinum vinnur leikinn. Gleðistjörnuskotið er fyrir krakka 14 ára og yngri.

Fyrsta Gleðistjörnuskotið verður í hálfleik á leik Fylkis og Vals í Bestu deild karla sunnudaginn 19. apríl. Leikurinn sem verður á Fylkisvelli hefst kl. 19:15. Hægt er að skrá krakka með því að smella hér og verða þrír þátttakendur dregnir úr að morgni leikdags. Skráningaformið verður opið þar til þátttakendur verða dregnir út. Gjafabréf fyrir tvo frá Fótboltalandinu í Smáralind verða í verðlaun á þessu fyrsta Gleðistjörnuskoti.

Previous
Previous

Gleðikörfur

Next
Next

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla