Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Theodór, Jóhanna og Hinrik tilbúin í Reykjavíkurmaraþonið

Þessa skemmtilegu mynd bjó Elsa Nielsen til fyrir jólin.

Gleðistjarnan óskar öllum Gleðilegs Nýárs og takk fyrir það gamla.

Takk allir sem styrktu Gleðistjörnuna á árinu en við héldum eitt stk fótboltamót i samstarfi við Fylkir og fjáröflunarbingó í samstarfi við 10.bekk í Norðlingaskóla.

Gleðistjarnan gladdi nokkra systkinahópa rétt fyrir jólin með allskonar samveru gjafabréfum sem okkur finnst mjög mikilvægt - hafa eitthvað til að hlakka til, búa til skemmtilegar og góðar minningar. En læknateymið okkar uppà spítala valdi systkinahópana.

Markmið Gleðistjörnunnar er allavega að halda eitt páskabingó fyrir systkini langveikra barna og fjölskyldur þeirra á nýju ári. Svo erum við líka til í allskonar samstarf. Ef áhugi er fyrir hendi þá getiði sent á aslaug@gledistjarnan.is

Að sjálfsögðu verðum við með í maraþoninu þar sem þið getið skráð ykkur og hlaupið fyrir Gleðistjörnuna.

Hlökkum mikið til þess að halda áfram að gleðja á nýju ári ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Previous
Previous

Gleðistjörnuskot á leik Fylkis og Vals

Next
Next

Enn bætist í hóp gleðistjarna