Gleðikörfur

Fimmtudaginn 12.des munum við afhenda teyminu okkar uppá spítala fjórar gleðikörfur en þá verðum við búin að gleðja 9 systkinahópa þetta árið (plús fjóra fyrir síðustu jól) og halda eitt stk góðgerðarbingó sem við héldum fyrir félagsmenn SKB (Styrktarfélag krabbameinssjúkrabarna) í sumar á sumarhátíð þeirra. 🌟

Við breyttum aðeins núna fyrir jôlin en tveir hóparnir eru sem hafa misst systkini og við viljum ekki að þau gleymist eða foreldrarnir þannig foreldrar þessara tveggja hópa fá líka smá glaðning “eitthvað til að hlakka til” 🌟 Við gátum líka haft Gleði körfurnar okkar aðeins stærri fyrir þessi jól en áður, takk þið sem hafið styrkt okkur 🌟🙏

Gleðikarfa

Það er ekkert umsóknarferli hjá okkur - heldur er það teymið okkar uppá spítala sem velur syskinahópana og afhendir, þar sem þeim finnst þörfin vera sem mest fyrir smá glaðning “eitthvað til að hlakka til”. 🌟  Við þurfum ekki heldur að vita hverjir eru að fá gleðikörfurnar okkar 🌟

Við vitum hvað það er mikilvægt í allskonar erfiðleikum að hafa eitthvað til að hlakka til þess vegna eru gjafirnar okkar að mestu î formi gjafabréfa. Gleðistjarnan kaupir allt en sum fyrirtækin gefa okkur 40/50% afslátt hjá sér af gjafabréfunum sem eru Minigarðurinn, Shake and pizza, Keiluhöllin, Skopp og Sambíóin.  🌟

Markmiðið okkar er að halda minnsta kosti eitt góðgerðarbingó á ári en á móti höldum við fjáröflunarbingó. 🌟

Í veikindum 🌟 okkar  þá voru rosalega margir að gleðja okkur og eftir að hún lést svo okkur finnst mikilvægt að “pay it forward” því við vitum hvað það er gott að hafa eitthvað til að hlakka til og við vitum líka hvað það er gott að gleðja. 🌟

Previous
Previous

Næstu gleðikörfur í undirbúningi

Next
Next

Gleðistjörnuskot á leik Fylkis og Vals