Gleðistjarna
Okkur langar að kynna fyrstu Gleðistjörnu Gleðistjörnunnar.
Gleðistjarna Gleðistjörnunnar er manneskja sem hefur glatt Stjörnuna okkar með nærveru sinni, komið fram við hana sem jafningja eða bara glatt hana án þess að vita af því sjálf/ur. Gleðistjarna Gleðistjörnunnar ætlar líka að aðstoða okkur við einhverja viðburði því við vitum að það hefði verið draumur hjá okkar konu.
Fyrsta Gleðistjarnan sem við kynnum er Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi. Sveppi er einn af þeim sem kom alltaf fram við Stjörnuna okkar einsog jafningja frá því hún heilsaði hún honum fyrst þegar hún var pínu lítil. Hún heilsaði honum fyrst einsog hún hefði alltaf þekkt hann og hann gerði það sömuleiðis við hana og alltaf heilsaði hann henni með nafni sem mér fannst ótrúlega fallegt og dýrmætt. Oftast hitti hún hann í TBR og alveg sama hvursu seinn hann var í tímann sinn eða flýta sér út þá gaf hann sér alltaf tíma til þess að spjalla við hana, spurja hana útí daginn og veginn. Ef það heyrðist í minni konu “Hæ Sveppi” þegar hann var á hlaupum þá snar stoppaði hann alltaf í smá spjall. Sveppi er einn af þeim sem henni fannst sjúklega skemmtilegur, fyndinn og vera vinur sinn.
Það mættu allir vera einsog Sveppi – koma fram við aðra einsog við viljum láta koma fram við okkur. Við erum ótrúlega þakklát Sveppa að vilja vera einn af okkur og hlökkum til að gleðja aðra með hans nærveru.
Það eru nokkrar hetjur sem ætla að hlaupa fyrir Gleðistjörnuna í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst nk.
Ef þú vilt heita á hlauparana okkar þá geturðu gert það með því að smella hér.