Okkur langar að kynna næstu gleðistjörnu Gleðistjörnunnar
Það er enginn annar en Guðmundur Benediktsson eða Gummi Ben.
Afhverju Gummi Ben? Hann er einn af þeim sem gladdi stjörnuna okkar án þess að vita af því. Hún elskaði ekkert meir en að horfa á hann t.d í ísskápastríði, hún þóttist alltaf halda með Laufeyju en hélt samt með honum og svo heyrðist oft í henni í miðjum þætti “ooohh Gummi minn” og svo skellihló hún. Það var alveg sama hvað hann gerði þá var hann lang fyndnastur - ef hann var bara að lýsa leik þá settist hún niður “bara” til þess að heyra í honum og svo var oft hlegið.
Hún fékk einu sinni að vera áhorfandi á ísskápastríði og ég held að það hafi verið einn af hennar hápunktunum î lífinu.
Þegar við spurðum Gumma hvort hann vildi vera einn af okkur þá var svarið “ Það er bara mikill heiður að fá að taka þátt í þessu með ykkur.”
Við erum ôtrúlega stollt og montin að Gummi er einn af okkur og ég veit að stjarnan okkar skellihlær núna af gleði.